Samfélagsmiðlar

„Þetta á eftir að verða áhugavert sumar“

Eitt lífseigasta umræðuefnið á samfélagsmiðlum er um það hvernig tekist hafi til við að skapa nýtt borgarumhverfi við gömlu höfnina í Reykjavík. Margir eru mjög ósáttir við útkomuna. Reyndur leiðsögumaður varar við vandræðum sem skapast hafa í umferðarmálum miðborgarinnar eftir mikla fjölgun hótela og ferðamanna þar.

Túristar virða fyrir sér miðborg Reykjavíkur

Meðal þeirra sem hafa lagt orð í belg að undanförnu um skipulags- og umferðarmál miðborgar Reykjavíkur er myndlistarmaðurinn Harpa Björnsdóttir, sem jafnframt starfar sem leiðsögumaður erlendra ferðamanna. Harpa segir í færslu á Facebook-síðu sinni að oft þyki sér sem fagurfræðin sé fyrir borð borin en þessa dagana er hún með hugann við þau umferðarvandamál sem skapast vegna fjölda nýrra hótela og vaxandi umferðar ferðamanna um miðborgina. Hún telur brýnt að borgaryfirvöld ræði þessi mál við íbúa, rútufyrirtæki, ferðaskipuleggjendur, lögregluyfirvöld, leiðsögumenn og marga aðra:

Leiðsögumaðurinn Harpa Björnsdóttir við eldgosið í Geldingadölum – MYND:HB

„Á sama tíma og talað er um bíllausan lífsstíl og takmörkun bílaumferðar í borginni er von á því að 60-70 þúsund bílaleigubílar verði á ferðinni í sumar. Allir þurfa þeir stæði, sum í bílastæðahúsum, sum tekin frá íbúum. Þetta á eftir að verða áhugavert sumar og ef til vill verðum við öll að berjast um pláss,“ segir þessi reyndi leiðsögumaður á Facebook og lýsir áfram baráttunni við að komast ferðar sinnar um miðborgina með ferðafólk: 

Hótel í miðborg Reykjavíkur gúgluð – MYND: Google

„Á sama tíma er þrengt að rútunum, sem er hagkvæmari ferðamáti, þær mega ekki keyra inni í hverfum, aðeins afmarkaðar leiðir leyfðar, og það er bara af hinu góða. En hótelum í grónum hverfum hefur fjölgað með ógnarhraða, aldrei gerð krafa um aðkomu bifreiða við þau og látið eins og allir hótelgestirnir komi bara gangandi. Komi þeir í rútum er staðan jafnvel verri vegna þess að þær mega ekki keyra hvar sem er og skilgreindum rútustæðum þar sem hægt er að setja þá út hefur verið fækkað umtalsvert á síðustu árum. Hugsið t.d. um öll hótelin í Kvosinni, frá hafnarbakka að ráðhúsi.“ 

Ferðafólk í Lækjargötu – MYND: ÓJ

Þá er að koma sér yfir Geirsgötu með sitt hafurtask – MYND: ÓJ

Harpa bendir réttilega á að rútustæði eru við Ráðhúsið, við Miðbakka og fyrir framan Hard Rock í Lækjargötu – en þau dugi engan veginn: 

„Þetta gengur einfaldlega ekki upp með 2 milljónir ferðamanna, tvöföldun skemmtiferðaskipa með tilheyrandi rútuumferð og svo 60.000 bílaleigubíla [Leiðrétting: Skráðir bílaleigubílar eru um 30 þúsund]. Hugguleg bíllaus miðborg er útópía sem gengur ekki upp og skipulagsmál borgarinnar ganga heldur ekki upp. Í guðanna bænum Dagur og þið hin, takið samtalið, þetta stefnir í óefni!“ segir Harpa Björnsdóttir, myndlistar- og leiðsögumaður. 

Nýtt efni

Því var fagnað í gær að undirrituð hefði verið viljayfirlýsingu um að Íslandshótel og fjárfestar tengdir Skógarböðunum ætluðu að byggja og reka fjögurra stjörnu hótel við Skógarböðin í Eyjafirði gegnt Akureyri. Á væntanlegu baðhóteli verða 120 herbergi. Sjallinn - MYND: Facebook-síða Sjallans Íslandshótel hafa líka haft áform um að reisa hótel í miðbæ Akureyrar, þar …

Kínverski rafbílaframleiðandinn BYD lækkaði verð á bílum sínum á íslenska markaðnum í febrúar s.l. í kjölfar þess að skattaívilnanir til kaupa á nýjum rafbílum féllu niður. Skattafrádrátturinn gat numið allt að 1,3 milljónum króna en nú fæst 900 þúsund króna styrkur frá Orkusjóði í staðinn. Með lægra verði frá Kína gat Vatt, sem er með …

Langvarandi deilur írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair við ítölsk yfirvöld halda áfram. Nú hafa samkeppnisyfirvöld á Ítalíu (AGCM) fyrirskipað Ryanair að aflétta hindrunum á því að ferðaskrifstofur selji flugmiða í ferðir félagsins. AGCM hóf í september síðastliðinn rannsókn á meintri misnotkun félagsins á markaðsráðandi stöðu. Ryanair er umsvifamesta flugfélagið á ítalska ferðamarkaðnum, með um 34 prósenta hlutdeild, …

Play gaf það út í síðasta mánuði að ónefndur hópur meðal stærstu hluthafa flugfélagsins auk annarra fjárfesta hefði skuldbundið sig til að leggja félaginu til 4,5 milljarða króna. Tveir af þeim fjórum lífeyrissjóðum sem eru á lista yfir stærstu hluthafanna sögðust ætla að taka þátt. Rökin fyrir forstjóraskiptunum um síðustu mánaðamót svo þau að Einar …

Lofthelgin yfir Ísrael, Líbanon, Jórdaníu og Írak var lokað á laugardagskvöld eða flug þar um háð miklum takmörkunum. Þetta hafði auðvitað mest áhrif á flug innan svæðisins en líka á yfirflug véla á milli heimsálfa. Í gær var tímabundnum takmörkunum aflétt þegar árásum Írana á skotmörk í Ísrael linnti.  Flugöryggisstofnun Evrópu (The European Union Aviation …

Stjórnendur flugfélagsins Westjet sóttu um lendingartíma á Keflavíkurflugvelli fyrir sumarvertíðina 2020 og þá var ætlunin að fljúga hingað fjórum sinnum í viku frá Toronto, fjölmennustu borg Kanada. Sala á flugmiðum fór þó aldrei í loftið og áður Covid-faraldurinn hófst í ársbyrjun 2020 hafði Westjet gefið út að ekkert yrði að Íslandsfluginu. Stuttu síðar lokuðust landamæri …

Umhverfisstofnun er farin að fikra sig áfram með álagsstýringu á ferðamannastöðum. „Við erum að setja af stað pöntunarkerfi í Landmannalaugum i sumar,“ sagði Inga Dóra Hrólfsdóttir, sviðsstjóri sviðs náttúruverndar hjá Umhverfisstofnun, á ársfundi náttúruverndarnefnda nýverið. „Þetta er mjög einföld aðferð,“ sagði Inga Dóra: Ef þú kemur akandi þarftu að bóka stæði og borga fyrir það. …

Stjórnendur rafbílaframleiðandans Tesla leita nú leiða til að draga úr kostnaði og horfa þeir til þess að segja upp 14 þúsund starfsmönnum eða um 10 prósent af vinnuaflinu. Þetta kemur fram í tölvupósti sem forstjóri félagsins, Elon Musk, sendi til starfsfólks samkvæmt frétt sem fagritið Electrek birti í morgun. „Ég hata ekkert meira en þetta …