Samfélagsmiðlar

„Þetta á eftir að verða áhugavert sumar“

Eitt lífseigasta umræðuefnið á samfélagsmiðlum er um það hvernig tekist hafi til við að skapa nýtt borgarumhverfi við gömlu höfnina í Reykjavík. Margir eru mjög ósáttir við útkomuna. Reyndur leiðsögumaður varar við vandræðum sem skapast hafa í umferðarmálum miðborgarinnar eftir mikla fjölgun hótela og ferðamanna þar.

Túristar virða fyrir sér miðborg Reykjavíkur

Meðal þeirra sem hafa lagt orð í belg að undanförnu um skipulags- og umferðarmál miðborgar Reykjavíkur er myndlistarmaðurinn Harpa Björnsdóttir, sem jafnframt starfar sem leiðsögumaður erlendra ferðamanna. Harpa segir í færslu á Facebook-síðu sinni að oft þyki sér sem fagurfræðin sé fyrir borð borin en þessa dagana er hún með hugann við þau umferðarvandamál sem skapast vegna fjölda nýrra hótela og vaxandi umferðar ferðamanna um miðborgina. Hún telur brýnt að borgaryfirvöld ræði þessi mál við íbúa, rútufyrirtæki, ferðaskipuleggjendur, lögregluyfirvöld, leiðsögumenn og marga aðra:

Leiðsögumaðurinn Harpa Björnsdóttir við eldgosið í Geldingadölum – MYND:HB

„Á sama tíma og talað er um bíllausan lífsstíl og takmörkun bílaumferðar í borginni er von á því að 60-70 þúsund bílaleigubílar verði á ferðinni í sumar. Allir þurfa þeir stæði, sum í bílastæðahúsum, sum tekin frá íbúum. Þetta á eftir að verða áhugavert sumar og ef til vill verðum við öll að berjast um pláss,“ segir þessi reyndi leiðsögumaður á Facebook og lýsir áfram baráttunni við að komast ferðar sinnar um miðborgina með ferðafólk: 

Hótel í miðborg Reykjavíkur gúgluð – MYND: Google

„Á sama tíma er þrengt að rútunum, sem er hagkvæmari ferðamáti, þær mega ekki keyra inni í hverfum, aðeins afmarkaðar leiðir leyfðar, og það er bara af hinu góða. En hótelum í grónum hverfum hefur fjölgað með ógnarhraða, aldrei gerð krafa um aðkomu bifreiða við þau og látið eins og allir hótelgestirnir komi bara gangandi. Komi þeir í rútum er staðan jafnvel verri vegna þess að þær mega ekki keyra hvar sem er og skilgreindum rútustæðum þar sem hægt er að setja þá út hefur verið fækkað umtalsvert á síðustu árum. Hugsið t.d. um öll hótelin í Kvosinni, frá hafnarbakka að ráðhúsi.“ 

Ferðafólk í Lækjargötu – MYND: ÓJ

Þá er að koma sér yfir Geirsgötu með sitt hafurtask – MYND: ÓJ

Harpa bendir réttilega á að rútustæði eru við Ráðhúsið, við Miðbakka og fyrir framan Hard Rock í Lækjargötu – en þau dugi engan veginn: 

„Þetta gengur einfaldlega ekki upp með 2 milljónir ferðamanna, tvöföldun skemmtiferðaskipa með tilheyrandi rútuumferð og svo 60.000 bílaleigubíla [Leiðrétting: Skráðir bílaleigubílar eru um 30 þúsund]. Hugguleg bíllaus miðborg er útópía sem gengur ekki upp og skipulagsmál borgarinnar ganga heldur ekki upp. Í guðanna bænum Dagur og þið hin, takið samtalið, þetta stefnir í óefni!“ segir Harpa Björnsdóttir, myndlistar- og leiðsögumaður. 

Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …