Samfélagsmiðlar

Undirbúningi að ljúka fyrir móttöku metfjölda farþega

Búist er við 269 skemmtiferðaskipum til Reykjavíkur í sumar með 280 þúsund farþega. Nokkrum sinnum verða þrjú skip í einu í Sundahöfn og tvö í gömlu höfninni. Aðstaða til að taka á móti farþegum hefur verið bætt og stýring umferðar til og frá höfninni.

Nýjar merkingar á Skarfabakka eiga að bæta flutning á farþegum sem koma með skemmtiferðaskipum.

Unnið hefur verið að því að undanförnu að bæta aðstöðu til móttöku farþega sem koma með skemmtiferðaskipum í Sundahöfn í Reykjavík. Faxaflóahafnir fengu verkfræðifyrirtækið Mannvit til að hanna umferðarleiðir til og frá farþegamiðstöðvum. Akstursleiðir hafa verið merktar og komið fyrir upplýsingaskiltum á Skarfabakka þar sem skemmtiferðaskipin leggjast að. Sigurður Jökull Ólafsson, markaðsstjóri Faxaflóahafna, segir að merkingar eigi að auðvelda umferðarflæði til og frá höfninni og auka öryggi. 

Sigurður Jökull á bílaplaninu á Skarfabakka – MYND: ÓJ

„Í sumar munu skutlur (cruise shuttle) ganga frá miðstöðvum hér á Skarfabakka að Hörpu. Þetta er gert til að tengja farþegana við miðborgina. Við viljum að atvinnulífið þar njóti góðs af komu þessara gesta. Þessi akstursþjónusta var boðin út. Samið var við Kynnisferðir, sem keyptu bíla frá Þýskalandi fyrir þetta verkefni.”

Þarna verða raðir bíla á komudögum skipanna – MYND: ÓJ

Móttökuhúsið á Skarfabakka hefur verið endurnýjað og bætt og færanlegu einingahúsin sitt hvorum megin við hafa verið stækkuð og tryggar gengið frá festingum. Þarna á að rísa varanleg bygging árið 2025 sem verður fjölnota farþegamiðstöð. Þrjú teymi vinna nú að tillögum í hugmyndasamkeppni um hvernig þessi tveggja hæða 5.000 fermetra bygging þarna á bakkanum verður. 

Bráðabirgðahúsin beggja vegna núverandi þjónustubyggingar – MYND: ÓJ

„Þessi bygging mun skipta miklu máli til að tryggja öryggi og þjónustu við farþega. Það má líkja þessu við að hér rísi lítil Leifsstöð. Þarna verða brottfarar- og komusalir, landamæraeftirlit, innritun og öryggisleit, aðstaða fyrir fólk og farangur.”

Verða engar verslanir í væntanlegri farþegamiðstöð?

„Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um það. Yfirleitt eru ekki verslanir í svona stöðvum. Það sem er ólíkt hér og í flugstöðinni er að með hverri flugvél koma 180 til 200 farþegar en hingað koma með skipi 1.000 til 3.000 manns í einu. Þetta eru miklu stærri bylgjur af fólki. Öllu skiptir að þetta gangi snurðulaust fyrir sig.“

Horft út í Viðey – MYND: ÓJ

Þið viljið að fólk fari héðan eins fljótt og mögulegt er?

„Já, það skiptir miklu máli. Ekki má gleyma því að við erum hér í stærstu gámahöfn landsins. Þetta er vinnusvæði og það er öryggismál að fólk fari hér hratt og örugglega í gegn á næstu áfangastaði – niður í bæ, á veitingastaði eða annað.”

Íslenskar áletranir eru á öllum skiltum og veggspjöldum – MYND: ÓJ

Þrátt fyrir sambýlið við gámaskipin og flutningastarfsemina hér í Sundahöfn þá er hér góð aðstaða og svigrúm til úrbóta?

„ Alveg klárlega. Við erum heppin að því leyti að hér er gott pláss. Bryggjan hér er 650 metra löng og nægt rými fyrir rútur og bíla.”

Horft út úr farþegamiðstöðinni – MYND: ÓJ

Fáein skip hafa þegar lagst hér að það sem af er ári. Framundan er mikil traffík.

„Því er ekki að neita að mikill fjöldi skipa er á leiðinni. Það stefnir í að hingað til Reykjavíkur komi 269 skip með 280 þúsund farþega. Af þeim eru 90 þúsund skiptifarþegar. Þetta er heilmikil fjölgun. Það koma dagar í sumar þegar þrjú skip leggjast að á Skarfabakka, tvö stór og eitt lítið, og tvö niðri við gömlu höfnina.”

Þið teljið að þessar úrbætur sem gerðar hafa verið eigi eftir að bæta þjónustuna við farþegana og koma í veg fyrir ástand eins og skapaðist hér í fyrra, þegar talað var um ráðvillta farþega hér á hafnarbakkanum?

„Já, við höfum séð það nú þegar. Þetta skiptir miklu máli fyrir farþegana, skipafélögin, umboðsmenn og þjónustuaðila. Það eru allir samdóma um að þetta sé allt annað og betra. Það er ekki hægt að horfa framhjá því að menn voru ekki tilbúnir eftir Covid-19 að taka á móti þessum fjölda sem kom. En nú hefur nýtt umferðarskipulag verið njörvað niður.”

Aksturleið farþegaskutlunnar milli Skarfabakka og Hörpu – MYND: ÓJ

Nýtt efni

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …