Hjá Godo starfa hátt í 100 manns - á Íslandi, í Svíþjóð, Ungverjalandi og Norður-Makedóníu. Þróunarsetur félagsins er í Norður-Makedóníu, þar sem forritunarvinna og hugbúnaðarþróun fer fram. Félagið var stofnað árið 2013 af félögunum Sverri Steini Sverrissyni og Sveini Jakobi Pálssyni. Sverrir Steinn tekur á móti Túrista í aðalstöðvunum við Höfðabakka.
„Bókanir eru grunnstoð í öllum rekstri hótela, án þeirra er enginn grundvöllur fyrir rekstri ferðaþjónustufyrirtækja. Á árum áður streymdu bókanir inn á gististaði í gegnum síma, fax og með tölvupósti. Í dag er öldin önnur. Með aukinni tæknivæðingu og tilkomu sölurisana inn á markaðinn, Booking.com og Expedia.com, þurfa hótelrekendur ekki að hafa mikið fyrir umsýslu bókana - þær streyma snurðulaust inn í hótelbókunarkerfi með öllum nauðsynlegum upplýsingum um ferðamanninn.
Það er af sem áður var þegar hótelin voru með stóra netþjóna til að tengja saman sölu og bókanir - hafa kerfi til að taka á móti og vinna úr upplýsingum. Þetta var mikið umstang. Síðan hefur allt utanumhald þróast mikið og í þeim efnum stöndum við hjá Godo framarlega.”
Skráðu þig inn til að lesa
Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.