Vill draga úr völdum franskra flugumferðarstjóra

Frá mótmælum við Charles de Gaulle flugvöll í sumarbyrjun í fyrra. Verkfallsaðgerðir í frönskum fluggeira eru of tíðar að mati margra evrópskra flugforstjóra. Mynd: KS

Það hefur lítil áhrif á flug milli franskra borga þegar flugumferðarstjórar þar í landi leggja niður störf. Aftur á móti riðlast allar flugsamgöngur til og frá Frakklandi og eins yfir landið. Þar með verður ekki hægt að fljúga beina leið frá Bretlandi til Spánar, frá Portúgal til Þýskalands og svo mætti lengi áfram telja.

Um sextíu prósent af flugferðum Easyjet eru í franski lofthelgi og þotur Ryanair eiga líka reglulega leið yfir Frakkland. Þessi flugfélög þurfa því að aflýsa hundruðum flugferða í dag, 1. maí, því franskir flugumferðarstjórar taka þátt í víðtækum verkfallsaðgerðum í Frakklandi sem boðaðar eru á baráttudegi verkalýðsins. Með þessu vilja franskir launþegar mótmæla umtöluðum breytingum á eftirlaunaaldri.

Um 40 þúsund farþega Ryanair komast ekki í loftið í dag vegna þátttöku franskra flugumferðarstjóra í dag og mælinn er fullur hjá forstjóra þessa stærsta flugfélags Evrópu. Í myndbandi sem hann deildi um helgina biður hann viðskiptavini Ryanair um að um að skrifa undir kröfu til ráðamanna í Brussel þar sem farið er fram á að tíð verkföll flugumferðarstjóra í Frakklandi bitni ekki á yfirflugi. Þannig séu reglurnar til að mynda ekki í öðrum Evrópuríkjum eins og forstjórinn rekur í myndbandinu hér fyrir neðan.

Verkföllin í Frakklandi hafa engin áhrif á Keflavíkurflugvelli því engum flugferðum þaðan hefur verið aflýst.