Stéttarfélag þeirra sem vinna vopnaleit á Heathrow flugvelli í London ætlar að boða til vinnustöðvanna frá miðjum júní og fram í ágúst. Ekki liggur fyrir hvaða daga gripið verður til aðgerðanna en af þeim verður er viðbúið að mikil truflun verði á brottförum frá þessum stærsta flugvelli Bretlands.
Stjórnendur Heathrow flugvallar segjast ekki hafa trú á því að þátttaka í verkfallsaðgerðunum verði almenn og allt verði gert til að tryggja að starfsemin fari ekki úr skorðum ef til vinnustöðvana kemur.
Icelandair flýgur til Heathrow tvisvar á dag og þaðan heldur British Airways úti áætlunarflugi sínu til Keflavíkurflugvallar.