„Ef þú nærð ekki að reka flugfélag með hagnaði núna þá ertu í vondum málum”

Svein Harald Øygard fékk það hlutverk í ársbyrjun 2009 að leiða Seðlabanka Íslands út úr efnahagshruninu mikla. Í dag er Norðmaðurinn stjórnarformaður Norwegian flugfélagsins sem var nærri þroti í heimsfaraldrinum en er núna í sterkari stöðu en nokkru sinni fyrr. Túristi mælti sér mót við Svein Harald í Ósló.

„Að sjálfsögðu er Ísland á listanum. Ef við sjáum hag í því að fljúga til Akureyrar eða Egilsstaða þá munum við gera það” segir Svein Harald Øygard, stjórnarformaður Norwegian, sem horfir ekki bara Keflavíkurflugvallar. MYND: KS

Rekstur flugfélaga var almennt réttum megin við núllið á árunum fyrir heimsfaraldur en það átti ekki við um Icelandair, Norwegian og Wow Air. Það síðastnefnda varð gjaldþrota í ársbyrjun 2019 og hin tvo töpuðu umtalsverðum fjárhæðum bæði það ár og líka árið á undan.

Þessi þrjú norrænu flugfélög áttu það sameiginlegt að hafa aukið umsvif sín hratt í flugi milli Norður-Ameríku og Evrópu á síðasta áratug. Icelandair hafði reyndar lengi verið á þeim markaði og jafnan gert út á farþega í leit að ódýrum farmiðunum yfir Atlantshafið. Með tilkomu lágfargjaldafélaganna Wow Air og Norwegian lækkuðu fargjöldin og tekjurnar stóðu ekki lengur undir kostnaði.

Í heimsfaraldrinum var rekstur Norwegian endurskipulagður og fjárhagurinn líka. Skuldir voru afskrifaðar og kaupsamningum á þotum rift. Nýir hluthafar komu að félaginu fyirr tveimur árum síðan og þá varð Svein Harald Øygard, fyrrum seðlabankastjóri á Íslandi, stjórnarformaður.

Í dag fljúga þotur Norwegian aðeins innan Evrópu og félagið hefur líka dregið verulega úr Íslandsfluginu. Á því kann að verða breyting segir Svein Harald þegar Túristi hittir hann árla dags við morgunverðarborð í miðborg Óslóar.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.