Samfélagsmiðlar

Evrópusambandið kynnir fjármagnaða aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum

Markmið Evrópusambandsins er að hugað verði að geðheilsu til jafns við líkamlega heilsu. Kynnt hafa verið 20 verkefni á sviði geðheilbrigðismála og því lýst hvernig eigi að fjármagna þau með 1,2 milljarða evra framlögum úr sjóðum sambandsins. Talið er miklu kostnaðarminna að grípa til aðgerða en að gera ekki neitt.

Aðgerðaáætlunin sem Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti felur í sér 20 leiðandi verkefni á sviði geðheilbrigðismála og er því lýst hvernig eigi að fjármagna þau með 1,2 milljarða evra framlögum úr sjóðum sambandsins. Aðildarríkin fá stuðning við að setja fólk og andlega heilsu í forgrunn. Með þessu er fylgt eftir stefnuyfirlýsingu forseta Framkvæmdastjórnarinnar, Ursulu von der Leyen, í september árið 2022. 

MYND: Gadiel Lazcano/Unsplash

Það er sannarlega þörf á aðgerðum. Fyrir heimsfaraldurinn var áætlað að 84 milljónir manna ættu við andlega erfiðleika að stríða. Síðan þá hefur fjölgað mjög í þeim hópi vegna efnahagserfiðleika og samfélagsólgu. Kostnaðurinn af aðgerðaleysi, minni atvinnuþátttöku og framleiðni, er talinn geta numið um 600 milljörðum evra á ári hverju. Það er því góð fjárfesting að grípa til markvissra aðgerða.

MYND: Marvin Meyer/Unsplash

Aðgerðaáætlun Evrópusambandsins hefur þrjú leiðarljós í viðbrögðum við þeim miklu breytingum sem orðið hafa á tækni, umhverfi og samfélögum og áhrif hafa á getu fólks til komast af og þrífast eðlilega: 

  1. Fullnægjandi og árangursríkar forvarnir.
  2. Aðgangur að vandaðri og hagkvæmri geðheilbrigðisþjónustu og meðferð.
  3. Aðlögun að samfélaginu eftir bata er náð.

Viðurkennt er af hálfu Evrópusambandsins hversu víðtæk áhrif geðræn vanheilsa hefur og verður tekið tillit til geðheilbrigðismála í allri stefnumótun. 

MYND: Anthony Tran/Unsplash

Gripið verður til beinna og áþreifanlegra aðgerða á mörgum sviðum til að bæta geðheilsu íbúa Evrópusambandslanda: 

  • Stuðlað verður að góðri geðheilsu með forvörnum og snemmtækum inngripum, þar á meðal með Evrópsku áætluninni viðbrögð við þunglyndi og sjálfsvígsforvörnum, Evrópsku geðheilbrigðisreglunum og með því að styrkja rannsóknir á heilbrigðri heilastarfsemi.
  • Fjárfest verður í þjálfun og uppbyggingu til að bæta geðheilbrigði og aðgengi að meðferð og umönnun bætt. Aðgerðir munu fela í sér þjálfun og skiptiáætlanir fyrir fagfólk og tæknilega aðstoð við umbætur á geðheilbrigðismálum í hverju aðildarlandi.
  • Unnið verður að því að bæta geðheilsu á vinnustöðum með því að auka vitund og bæta forvarnir. Þetta verður t.d. gert með vitundarvakningu á vegum Vinnuverndarstofnunar Evrópu. 
  • Lögð verður áhersla á að vernda börn og unglinga á viðkvæmum uppvaxtarárum og þeim hjálpað við að mæta auknu álagi og áskorunum samtímans. Meðal aðgerða er að koma á geðheilbrigðisneti barna og ungmenna með forvörnum og betra mati á andlegri og líkamlegri heilsu – og að unga fólkð fái meiri vernd á netinu og á samfélagsmiðlum.
  • Koma á til móts við viðkvæma hópa með því að veita þeim sem mest þurfa á að halda markvissan stuðning. Þetta á við um aldraða, fólk sem býr við fátækt eða erfiðan efnahag, og flóttafólk. Áhersla verður lögð á að aðstoða íbúa frá átakasvæðum, sérstaklega börn í Úkraínu sem orðið hafa fyrir áföllum vegna árásarstríðs Rússa.
  • Þá vill Evrópusambandið sýna gott fordæmi á alþjóðavettvangi með því að auka vitund um geðheilbrigðismál og með því að bregðast við neyðaraðstæðum með vandaðri geðheilbrigðisþjónustu. 
Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …