Farið verði í saumana á hækkun fargjalda

„Helsta þolraun evrópskra flugvalla felst í því að aðskilja fjárhagslegan veruleika vaxandi umferð. Þetta snýst ekki bara um að þrauka heldur tryggja festu til framtíðar," sagði Olivier Jankovic, forstjóri ACI Europe, á ársfundi samtakanna í Barselóna í gær.

Á Malpensa-flugvelli í Mílanó MYND: ÓJ

Ársfundur Evrópudeildar Alþjóðaráðs flugvalla, ACI, er haldinn á óvissutímum í flugheiminum. Verð á fargjöldum hefur hækkað mikið vegna ferðavilja almennings og skorts á flugvélum til að anna eftirspurninni. Þetta hefur gerst þrátt fyrir samdrátt í efnahagslífi.

Framkvæmdastjóri ACI Europe, Olivier Jankovic, segir að stjórnvöld í Evrópulöndum ættu að rannsaka þá 30 prósenta hækkun sem orðið hefði á verði flugmiða - kanna hvort verið væri að misnota verðákvörðunarvald. Flugvellirnir sjálfir vilja nefnilega stærri skerf af söluandvirði flugmiða.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.