Fleiri til Tenerife en í fyrra

Það voru hátt í fimm þúsund manns sem flugu héðan til Tenerife í síðasta mánuði. Mynd: Ferðamálaráð Spánar

Fyrstu fimm mánuði ársins flugu 33.477 mann til Tenerife frá Íslandi en á sama tímabili í fyrra taldi hópurinn 27.694. Viðbótin nemur 21 prósenti en eins og sjá má á línuritinu þá ferðast mun færri héðan til spænsku eyjunnar í maí ár hvert en mánuðina á undan.

Framboð á flugi héðan til Tenerife hefur aukist hratt síðustu misseri og ferðirnar þangað verða tíðar í sumar eins og sjá má á áætlun sumarsins.