Flugi um Kaupmannahöfn ætti síður að seinka framvegis

Danska flugleiðsögufyrirtækið Naviar og flugumferðarstjórar hafa náð tímabundnu samkomulagi um kjarabætur og vaktafyrirkomulag. Langvarandi skortur á flugumferðarstjórum hefur leitt til þess að þúsundir farþega hafa þurft að þola seinkanir á flugferðum. Nú er vonast til að þau vandræði séu í bili úr sögunni.

Í brottfararsalnum á Kaupmannahafnarflugvelli MYND: ÓJ

Fátt fer meira í taugar farþega en að ferðaáætlanir þeirra fari verulega úr skorðum. Þetta hafa hinsvegar margir þurft að þola á Kaupmannahafnarflugvelli að undanförnu. Ástæður má að mestu rekja til þess að flugumferðarstjórum var fækkað í heimsfaraldrinum og margir hættu vegna aldurs.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.