Franska ríkisstjórnin tekur dýrtíðina föstum tökum

Vaxandi dýrtíð er áhyggjuefni í Frakkland eins og víðar en stjórnvöld láta ekki innantóm orð duga í baráttu gegn henni. Nú hótar fjármálaráðherrann stórframleiðendum matvæla efnahagslegum refsiaðgerðum ef þeir standa ekki við samkomulag um að lækka verð um 10 prósent.

Frönsk matvöruverslun MYND: Felix Khadri/Unsplash

Franska ríkisstjórnin hefur á síðustu mánuðum gripið til fjölmargra ráðstafana til að hemja verhækkanir í landinu. Í febrúar náði Bruno La Maire, fjármálaráðherra, samkomulagi við stærstu keðjur matvælaverslana um að hafa á boðstólum vörur á besta fáanlega verði á komandi mánuðum. Þá var verðbólga í Frakklandi 7,2 prósent. Ákveðið var að í júní yrði staðan endurmetin og ákveðið hvort samið yrði að nýju um aðgerðir gegn verðbólgu. Fjármálaráðherrann sagði að ljóst væri að umræddar aðgerðir myndu kosta verslanakeðjurnar háar fjárhæðir.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.