Gengur betur en nokkru sinni fyrr

Boeing þota Delta á Keflavíkurflugvelli en nú í sumar heldur félagið úti Íslandsflugi frá New York, Minneapolis og Detroit. MYND: DELTA

Annars fjörðungur ársins er senn að baki og forstjóri Delta flugfélagsins gerir ráð fyrir að hagnaður á þessu tímabili verði meiri en nokkur dæmi eru um í sögu flugfélagsins. Afkomuspá fjórðungsins hefur af þeim sökum verið hækkuð og eins gáfu stjórnendur flugfélagsins út að hagnaðurinn í ár verði við efri mörk þess sem spáð hafði verið.

Mikil eftirspurn eftir ferðalögum og sérstaklega sætum á dýrari farrýmum skýrir þennan góðan gang hjá bandaríska flugfélaginu.

Gangurinn er ekki bara góður hjá Delta því eins og fram kom í viðtali Túrista við Svein Harald Øygard, stjórnarformann Norwegian og fyrrum seðlabankastjóra Íslands, þá eru aðstæður hagstæðar flugfélögunum í dag.

„Ef þú nærð ekki að reka flugfélag með hagnaði núna þá ertu í vondum málum. Olíuverð er þó ennþá hátt í sögulegu samhengi og gjaldmiðlar flökta – en 2023 er gott ár,” útskýrði Svein Harald.