Gera ráð fyrir að hlutfall tengifarþega verði áfram í lægri kantinum

Íslensk ferðaþjónusta verður að laga sig að breyttum áherslum í sölustarfi flugfélaganna. Hjá Icelandair er fókusinn annar í dag en fyrir heimsfaraldur.

Nú eru fleiri ferðamenn í hverri þotu sem hér lendir en raunin var á árum áður. MYND: ÓJ

Það eru 98 lendingar á dagskrá Keflavíkurflugvallar í dag og 57 þeirra eru á vegum Icelandair. Flugfélagið er það langumsvifamesta á Keflavíkurflugvelli og mun að jafnaði standa undir um sex af hverjum tíu áætlunarferðum sumarsins. Vægi félagsins var líka þetta hátt í júní 2016 en það ár skilaði Icelandair meiri hagnaði en dæmi eru um.

Þá voru tengifarþegar í ríflega öðru hverju sæti í þotum Icelandair en nú í ár hefur vægi þessa hóps dregist verulega saman.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.