Google gæti þurft að greiða tíu prósent af tekjum sínum í sekt

Google hefur misnotað yfirburðastöðu sína á auglýsingamarkaði samkvæmt bráðabirgðamati framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem birt var í morgun. Rannsókn á starfsháttum Google á EES svæðinu hefur staðið yfir í tvö ár.

Framkvæmdastjórnin leggur il að bandaríska risafyrirtækið selji hluta af auglýsingastarfseminni til að tryggja réttláta samkeppni á auglýsingamarkaði en í tilkynningu frá Google segja stjórnendur tæknirisans að þeir séu ósammála niðurstöðu ráðamanna í Brussel.

Samkvæmt frétt DN í Noregi þá verður Google sektað um allt að tíu prósent af árstekjum sínum ef fyrrnefnt bráðabirgðamat stendur.