Aþena getur ekki státað af loftgæðum, síst í miðborgin um miðjan dag í sumarhita. Maður andar léttar uppi á Akrópólishæð og niðri í Plaka-hverfinu, þar sem menn reyna þó stöðugt að troða sér í gegn akandi. Þessi borg sem hefur haft svo mikil áhrif í sögu mannkyns og getur státað af svo mörgu er númer 269 af 375 á loftmengunarlista evrópskra borga og stórbæja. Staðir sem aftast eru á listanum eru með minnstu loftgæðin. Reykjavík var í sjöunda sæti á síðasta listanum - í hópi staða með hreinasta loftið. Íbúar í Aþenu og svæðinu í kring eru um 3,1 milljón en á höfuðborgarsvæðinu á Íslandi búa aðeins 243 þúsund manns.
Ástandið hefur þó verið að skána í Aþenu, eins og víðar, en það miðar of hægt. Og þótt Aþena sé í hópi borga Evrópu þar sem mengun er töluverð eða mikil þá teljast loftgæðin viðunandi nema fyrir þá sem veikir eru fyrir. Þá ræður veðurlag og umferðarþungi dagsins auðvitað miklu um loftgæðin - að ekki sé talað um hvort skógar- eða kjarreldar logi í fjöllunum í kringum borgina eins og síðasta sumar. Þá þurftu hundruð manna að yfirgefa heimili sín og átökin við eldana reyndu mjög á alla innviði. Vonandi þurfa Grikkir ekki að fást við slíka elda í sumar.

Raftengdir almenningsvagnar og mótorhjól í Aþenu - MYND: ÓJ
Skráðu þig inn til að lesa
Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.