Það markverðasta sem er að gerast í samgöngum nútímans eru umskiptin frá jarðefnaeldsneyti í vistvæna orkugjafa. Evrópuþjóðirnar hafa sett sér metnaðarfull markmið um rafbílavæðingu. Sprengihreyfillinn á að hverfa um miðjan næsta áratug. Þessi umbreyting bílaflotans er mikilvægur liður í því að ná kolefnishlutleysi árið 2050 og þar með draga úr loftslagsbreytingum. En hvernig miðar okkur Íslendingum í rafbílavæðingunni? Jón Trausti Ólafsson er framkvæmdastjóri Öskju:
„Að mörgu leyti vel en þó hefur vantað skýra langtímastefnu stjórnvalda um það hvernig við ætlum að standa að verki. Á nánast hverju ári hafa verið gerðar breytingar á ýmsu sem áhrif hefur á þessa þróun, á virðisaukaskatti og vörugjöldum. Nú um næstu áramót á aftur að gera breytingar. Enn er óvissa um það hvernig málum verður háttað á næstu árum.

Mercedes-bílar í sölusal Öskju - MYND: ÓJ
Nýlega sótti ég ráðstefnu í Noregi þar sem fyrrverandi samgönguráðherra landsins, Ketil Solvik-Olsen, lýsti norsku leiðinni, sem er mjög ólík þeirri íslensku. Norðmenn tryggðu fyrirsjáanleika með því að setja langtímastefnu um að fara í rafbílavæðingu og byggja upp hleðsluinnviði í landinu í samræmi við þá stefnu. Þetta hafa þeir gert og eru komnir langt fram úr okkur og öllum öðrum þjóðum Evrópu. Noregur er fyrirmynd allra í heiminum varðandi rafbílavæðngu. Hér hefur því miður vantað verulega upp á samhæfingu íslenskra stjórnvalda varðandi það hvernig eigi að gera þetta. Hér hafa menn slegið úr og í á undanförnum árum."
Skráðu þig inn til að lesa
Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.