Ísland fær þriðju stjörnuna

Veitingastaðurinn Moss á Retreat hóteli Bláa lónsins er nú kominn í hóp stjörnustaða Michelin. Mynd: Bláa lónið

Veitingastaðurinn Moss við Bláa lónið var sæmdur Michelin-stjörnu í dag við hátíðlega athöfn í Turku í Finnlandi í dag. Moss er þriðji veitingastaðurinn með stjörnu hér á landi en Dill fékk sína árið 2017 og Óx bættist við í fyrra.

Á hinum Norðurlöndunum eru stjörnunar flestar í Danmörku. Þar eru 32 staðir með stjörnu og þar af 9 staðir með tvær stjörnur og tveir með þrjár. Í Noregi eru 20 veitingastaðir með stjörnu og tveir í þeim hópi með tvær stjörnur og einn með fullt hús, þrjár stjörnur.

Í Svíþjóð eru Michelin-staðirnir 19 talsins og af þeim þrír með tvær stjörnur og einn með þrjár. Í Finnlandi eru sjö veitingahús með Michelin viðurkenningu og eitt þeirra með tvær stjörnur.

Í Færeyjum er einn veitingastaðiur með tvær stjörnur.