Íslensku félögin bæði mætt til Prag en sjá ekki sömu tækifærin á tékkneska markaðnum

Íslensku flugfélögin munu fljúga samtals sex sinnum í viku til Prag nú í sumar og haust. Mynd: Alejandro Cartagena

Fyrsta áætlunarflug Icelandair til Prag í Tékklandi var á dagskrá í dag og þar með ríkir samkeppni á ný um farþega á leið milli Íslands og höfuðborgar Tékka. Play sat eitt að þessari flugleið í fyrra en fyrir heimsfaraldur hélt Czech Airlines, þjóðarflugfélag Tékka, úti tíðum ferðum til Keflavíkurflugvallar og spreytti sig líka á áætlunarferðum hingað frá Kaupmannahöfn.

Czech Airlines, sem er eitt elsta flugfélag í heimi, komst þó varla í gegnum Covid-faraldurinn og er í dag bara með eina flugvél. Íslandsflugið heyrir því sögunni til sem og ferðir til allra áfangastaða nema Parísar.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.