Fjöldi ísraelskra ferðamanna hér á landi hefur aukist umtalsvert síðustu misseri frá því sem var fyrir heimsfaraldur og í dag fór Icelandair jómfrúarferð sína til Tel Aviv. Þar með er áætlunarflug á milli Íslands og Ísrael komið á að nýju en Wow Air hélt úti ferðum til borgarinnar á sínum tíma.
Á sama tíma og túristum frá Ísrael hefur fjölgað þá hafa Kanadamenn ekki verið eins margir á landinu eins og áður var. Í dag hóf þó Play áætlunarflug til fjölmennustu borgar Kanada, Toronto. Flugfélagið nýtir ekki helsta alþjóðaflugvöll borgarinnar líkt og Icelandair gerir heldur Hamilton flugvöll sem er lengra frá.