„Lítilleg“ lækkun sögð mikilvægt framlag til baráttunnar við verðbólgu

Verðhækkanir í matvöruverslunum hafa víða um lönd verið til umræðu síðustu misseri. Stjórnendur Haga gera þessa þróun að umtalsefni í nýrri ársskýrslu en fyrirtækið upplýsir þó ekki svart á hvítu um stöðuna.

Finnur Oddsson, forstjóri Haga og Davíð Harðarson, stjórnarformaður. MYND: HAGAR

„Lægri framlegð má telja mikilvægt framlag verslana Haga til baráttunnar við verðbólgu í matvöru á Íslandi," skrifa þeir Finnur Oddsson, forstjóri og Davíð Harðarson, stjórnarformaður Haga, í ávarp sitt í nýrri ársskýrslu fyrirtækisins sem rekur bæði Hagkaup og Bónus.

Þessi fullyrðing vekur upp spurningar þegar ársskýrslan sjálf er skoðuð því þar segir í skýringatexta að lægri framlegð skrifist að mestu á eldsneytissölu Olís sem er í eigu Haga.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.