Loftslagsbreytingar og ferðavenjur

Loftslagsbreytingar eru farnar að hafa áhrif á það hvar Vesturlandabúar kjósa að verja sumarfríum. Áður talaði fólk mest um þörfina á hita og sólskini. Nú fjölgar þeim hratt sem óttast of mikinn hita í sumarfríinu. Þetta á sérstaklega við um Evrópu þar sem hlýnunin hefur verið meiri en að meðaltali í heiminum frá 2019.

Baðströnd í Vestur-Flæmingjalandi í Belgíu MYND: ÓJ

Hitamet voru slegin sumarið 2021 og aftur 2022. Eftir á að koma í ljós hvernig fer í sumar. Gamanið kárnar í sumarfríinu ef hitinn fer í 40 gráður og fyrir augu ber reyk frá skógareldum í nálægu fjalllendi. Allir sem hafa efni á því fara eitthvert annað - þangað sem svalara er og þægilegra. 

Ísland hlýtur að færast ofar á óskalistann. Stór hluti Íslendinga bíður enn eftir sumrinu. Þau fyrir austan og norðan eru harla sátt en hjörtun eru daprari fyrir sunnan og vestan. Átta stiga sumarhiti er nú ekkert fagnaðarefni fyrir flesta - jafnvel ekki þá sem eru orðnir þreyttir á þrúgandi hita.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.