Gengi hlutabréfa í tískurisanum H&M hækkuðu um nærri 18 prósent í kauphöllinni í Stokkhólmi í dag. Aldrei áður hefur gengið hækkað þetta mikið á einum degi en gamla metið er frá 21. júlí árið 2001. Markaðsvirði H&M hækkaði um rúmlega 43 milljarða sænskra króna í dag eða um 547 milljarða íslenskra króna.
Skýringin á uppsveiflu dagsins skrifast á birtingu uppgjörs fyrir annan ársfjórðung en rekstrarhagnaðurinn á tímabilinu nam um 60 milljörðum króna (4,7 milljarðar sænskra kr.). Þessi niðurstaða er lakari en fyrir sama tímabil í fyrra en þó mun betri greinendur áttu von á samkvæmt frétt Dagens Industri. Horfurnar eru líka góðar því salan hjá H&M jókst um 10 prósent nú í júní í samanburði við júní í fyrra.
H&M líkt og fleiri fyrirtæki á í vandræðum með að framleiða vörur í sama takti og fyrir heimsfaraldur. Verð á hráefni hefur líka hækkað og það sama má segja um fraktkostnaðinn. Það kemur niður á afkomunni.