„Mikið valdaójafnvægi“ 

Stór skipafélög fara sínu fram á Vestfjörðum og skýra stefnu vantar. Þetta má lesa úr nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála. Þar segir í niðurstöðum: „Mikið valdaójafnvægi ríkir á milli lítilla bæjarsamfélaga líkt og á Ísafirði og stóru skipafélaganna."

Þrjú skemmtiferðaskip á Ísafirði MYND: ÓJ

Túristi var á Ísafirði á dögunum og fylgdist með móttöku skemmtiferðaskipa og áhrifum af komum þeirra á umhverfi og samfélag. Eftir að frásögn af heimsókninni birtist hafði Ása Marta Sveinsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknarmiðstöð ferðamála (RMF), samband og vakti athygli Túrista á því að margt í greininni rímaði við það sem segði í nýútkominni skýrslu sem hún samdi og RMF gefur út: Skemmtiskipaferðamennska á Ísafirði - Ávinningur og áskoranir. Skýrslan byggist á niðurstöðum gagnasöfnunnar sem fór fram á Ísafirði 2021-2022 og er hún hluti af verkefninu Sjálfbærni móttöku skemmtiskipa á norðurslóðum : Frá starfsháttum til stýringar. Ása Marta segir að fyrirhugað sé að ljúka þessu verkefni með samfélagsfundi á Ísafirði í haust - eins og á öðrum rannsóknarsvæðum verkefnisins: Nuuk, Honningsvåg og Lofoten.

MS Deutschland á Ísafirði - MYND: ÓJ

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.