„Við sjáum mikla og sterka stöðu hjá okkur, mun sterkari en í fyrra. Vonandi sér Icelandair það bara líka. Við viljum ferðamenn til landsins. Innviðirnir verða bara að styrkjast,” sagði Birgir Jónsson, forstjóri Play, í viðtali við Túrista í síðustu viku þar sem hann var spurður hvort íslensku flugfélögin tvö væru að setja of mikla pressu á ferðaþjónustuna og samfélagið.
Tilefni spurningarinnar var sú staðreynd að stjórnendur Icelandair og Play leggja nú í auknum mæli áherslu á að flytja ferðamenn til landsins. Á árunum fyrir heimsfaraldur var fókusinn helst á tengifarþega, bæði hjá Icelandair og Wow Air. Sá hópur millilendir eingöngu á Keflavíkurflugvelli á leið sinni yfir Atlantshafið og þarf því ekki gistingu hér á landi eða bílaleigubíl.
Skráðu þig inn til að lesa
Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.