Mun fleiri ferðamenn en metsumarið 2018 ef Icelandair og Play geta haldið óbreyttri stefnu

Nú í sumar koma hingað fleiri skemmtiferðaskip en áður og á sama tíma keppast íslensku flugfélögin við að fá erlenda ferðamenn um borð.

Ferðamenn við Strokk
Sumarið 2018 komu hingað rúmlega 800 þúsund erlendir ferðamenn. Nú eru vísbendingar um að fjöldinn verði ennþá meiri að þessu sinni, í það minnsta svo lengi sem farþegar flugfélaganna finna gistingu. MYND: ÓJ

„Við sjáum mikla og sterka stöðu hjá okkur, mun sterkari en í fyrra. Vonandi sér Icelandair það bara líka. Við viljum ferðamenn til landsins. Innviðirnir verða bara að styrkjast,” sagði Birgir Jónsson, forstjóri Play, í viðtali við Túrista í síðustu viku þar sem hann var spurður hvort íslensku flugfélögin tvö væru að setja of mikla pressu á ferðaþjónustuna og samfélagið.

Tilefni spurningarinnar var sú staðreynd að stjórnendur Icelandair og Play leggja nú í auknum mæli áherslu á að flytja ferðamenn til landsins. Á árunum fyrir heimsfaraldur var fókusinn helst á tengifarþega, bæði hjá Icelandair og Wow Air. Sá hópur millilendir eingöngu á Keflavíkurflugvelli á leið sinni yfir Atlantshafið og þarf því ekki gistingu hér á landi eða bílaleigubíl.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.