Play meðal þeirra 100 bestu en Icelandair ekki

Niðurstöðurnar byggja á dómum flugfarþega. MYND: AIA

Singapore Airlines er fremsta flugfélag heims samkvæmt árlegum lista World Travel Awards yfir 100 bestu flugfélögin. Listinn sem byggir á umsögnum flugfarþega var birtur var í síðustu viku og sem fyrr leita niðurstöðurnar í fjölmiðlar hér og þar um heiminn.

Mr Goh Choon Phong, forstjóri Singapore Airlines, tók við viðurkenningunni fyrir hönd félagsins. Mynd: WTA

Átta flugfélög frá Asíu eru meðal þeirra tíu bestu og reyndar mætti telja Turkish Airlines með enda er Tyrkland líka hluti af þeirri heimsálfu. Fara þarf niður í 18. sætið til að finna flugfélag sem flýgur reglulega til Íslands en það er British Airways. Tveimur sætum neðar er Delta sem einnig heldur úti Íslandsflugi og er félagið jafnframt fremsti fulltrúi Bandaríkjanna á listanum.

Af norrænu flugfélögunum er Finnair efst á blaði eða í 24. sæti. Sextíu sætum neðar er SAS og í 91. sæti er Play. Norwegian er 98. sæti .

Icelandair kemst ekki á blað en félagið var ávallt á listanum á síðasta áratug eins og sjá má hér fyrir neðan. Wow Air komst þó aldrei í hóp þeirra 100 bestu hjá World Travel Awards.

Sætin sem Icelandair hefur vermt síðustu ár á lista World Travel Awards yfir 100 bestu flugfélögin:

2019: 100. sæti
2018: 87. sæti
2017: 82. sæti
2016: 81. sæti
2015: 81. sæti
2014: 81. sæti
2013: 73. sæti
2012: 88. sæti