Play miklu stundvísara en keppinauturinn

Þota Play á flugvellinum í Aþenu. Mynd: AIA

Á Keflavíkurflugvelli er það yfirlýst markmið að 85 prósent af flugferðunum séu á réttum tíma. Það fer samt fjarri að áætlun flugvallarins standist þetta oft. Þannig seinkaði um þriðju hverri brottför á tímabilinu 10. maí til 8. júní og komutímar stóðust í 73 prósent tilvika. 

Það eru Icelandair og Play sem standa undir bróðurparti allra flugferða til og frá landinu og stundvísi Keflavíkurflugvallar ræðst í raun af frammistöðu þessara keppinauta. Og munurinn á félögunum tveimur hefur verið umtalsverður á þessu sviði í ár eins og sjá má hér fyrir neðan.

Nú í sumarbyrjun var bilið milli þeirra ennþá meira því þá fóru þotur Play í loftið á réttum tíma í 87 prósent tilvika og 89 prósent af lendingum voru samkvæmt áætlun.

Hjá Icelandair var fóru aðeins 6 af hverjum 10 þotum í loftið á auglýstum tíma og 7 af hverjum 10 lendingum voru á áætlun.

Þess má geta að umsvif félaganna eru ólík því Icelandair er með mun stærri flugflota en á sama tíma með miklu lengri reynslu af flugrekstri.