Samfélagsmiðlar

Rafbílabyltingin þarf margfalt fleiri hleðslustöðvar

Skortur á hleðsluinnviðum og hátt framleiðsluverð tefur rafbílavæðinguna. Í Evrópusambandslöndunum þyrfti að setja upp 14 þúsund nýjar rafhleðslustöðvar í hverri viku til að markmiðum um kolefnishlutleysi verði náð og þær verður að setja upp miklu víðar - líka í fátækari löndunum. Framleiðslukostnaður vð rafbíla fer hinsvegar lækkandi.

Vaxandi þungi er í umræðunni um það hvernig Evrópubúum á að takast að ná metnaðarfullum markmiðum sínum um kolefnishlutleysi eftir rúman aldarfjórðung, eða árið 2050. Losunin fer nefnilega enn vaxandi á öllum sviðum athafnalífsins nema í samgöngum. Nýir bílar losa minna en gamlir og rafbílum fjölgar ört – en þó tæplega nógu ört ef markmiðið um að hætta sölu mengandi bíla árið 2035, eftir aðeins 12 ár, á að nást.

Rafbílar eru enn of dýrir og hleðslustöðvar alltof fáar. Í Evrópusambandslöndum voru rafbílar um 12 prósent af heildarsölu bíla á síðasta ári, miðað við 9,1 prósent 2021 og aðeins 1,9 prósent 2019. Bílar sem notast við blöndu orkugjafa, blendingar og tengiltvinnbílar, voru rúmur helmingur seldra bíla innan Evrópusambandsins á síðasta ársfjórðungi 2022. Þetta hefur áhrif: dregur úr heildarlosun og bætir andrúmsloftið fyrir vegfarendur og íbúa.

MYND: My Energy / Unsplash

Þessi umskipti í bílasölu tryggja Evrópu forystu í heiminum. Það eru engir komnir jafn langt. Kínverjar geta þó státað af hröðum umskiptum sem er ekki síst að þakka öflugum rafbílaframleiðendum í landi þeirra. Samkvæmt skýrslu sem ráðgjafafyrirtækið KcKinsey birti í nóvember síðastliðinn fer fjórðungur rafbílaframleiðslunnar fram í Evrópusambandslöndum og þangað er líka fluttur stór hluti heimsframleiðslu slíkra bíla – ekki síst frá Kína. Skýrsluhöfundar bentu á að framsýnir bílaframleiðendur og viljugir neytendur gætu til samans komið Evrópu í leiðandi stöðu í heiminum í rafbílavæðingunni, skapað fjölda nýrra starfa og hraðað því að markmiðunum um kolefnishlutleysi náist.

Hinsvegar er bent á það í nýjasta hefti The Economist að helsta hindrunin er sem fyrr skortur á hleðsluinnviðum. Fjölgun hleðslustöðva heldur ekki í við fjölda rafbíla á götunum. Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum evrópskra bílaframleiðenda (ACEA) fjölgaði rafbílum næstum þrefalt meira en rafhleðslustöðvum á árabilinu 2016 til 2022. Og svo aftur sé vitnað til McKinsey þá munu rafbílar ekki að fullu nýtast til að ná markmiðinu um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 nema að rafhleðslustöðvum fjölgi mjög á næstu árum.

Það verður raunar að umbylta hleðsluinnviðum. Þeim verður að fjölga snarlega úr 300 þúsund í 3,4 milljónir – og verða 6,8 milljónir árið 2030. The Economist hefur eftir ACEA að þetta feli í sér að setja verði upp 14 þúsund nýjar hleðslustöðvar í hverri viku í Evrópusambandslöndum til ársins 2030. Nú bætast aðeins við um 2 þúsund á viku. Þá verður Evrópusambandið jafnframt að stuðla að því að þessar hleðslustöðvar dreifist betur um aðildarlöndin, greiðsluleiðir verði samræmdar betur, og hraðhleðslustöðvum fyrir flutningabíla verði fjölgað til muna. Til að lesendur átti sig á þörfinni á meiri dreifingu hleðsluinnviða skal bent á að um helmingur allra hleðslustöðva innan Evrópusambandsins er nú í Hollandi og Þýskalandi. Rúmenía er miklu stærra of fjölmennara land en Holland. Þar eru hinsvegar aðeins 0,4 prósent hleðslustöðva innan Evrópusambandsins. Þetta misvægi skýrist af miklum tekjumun. Þar sem fólk er með hæstu tekjurnar eru rafbílar algengastir.

MYND: Promotheus / Unsplash

Það sem gæti hinsvegar breytt heildarmyndinni hratt er fjölgun ódýrra rafbíla – ekki síst frá Kína. The Economist hefur eftir Daniel Röska hjá rannsóknafyrirtækinu Bernstein Research að það styttist í að bílaframleiðendur geti framleitt rafbíla á sama verði og þá sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Hann nefnir ártölin 2025 og 26 í þessu sambandi. Enn munar töluverðu á framleiðslukostnaði. Lengra er í að hleðsluinnviðir verði fullnægjandi. Jafnvel þó að Evrópusambandið hafi ákveðið að stuðla að verulegri fjölgun hleðslustöðva meðfram þjóðvegum þá eru ekki horfur á að það gerist nógu hratt. Til að hraða þessari breytingu gætu bílaframleiðendur sjálfir tekið í auknum mæli ráðist í uppbyggingu hleðslustöðva. Tesla tók forystuna og í ársbyrjun tilkynnti Mercedes að fyrirtækið hugðist setja upp 10 þúsund hleðslustöðvar fyrir lok áratugarins.

Það munar um þetta en í raun er þörf á byltingu í uppbyggingu hleðslustöðva fyrir rafbíla. Enn eru það aðallega þeir efnameiri í norðanverðri Evrópu, sem aðgang hafa að hleðslu heima við, sem knýja rafbílavæðinguna. 

Nýtt efni

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …

MYND: ÓJ

Kínverskir ferðamenn hafa verið töluvert áberandi í Reykjavík og víðar um land í vor. Auðvitað er fólk af kínverskum uppruna búsett um allan heim og eitthvað af því fer í Íslandsferðir en þeim hefur snarfjölgað sem koma hingað alla leið frá Alþýðulýðveldinu Kína. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli komu hingað í marsmánuði 8.642 Kínverjar og …