Rafbílar á heimspólitísku taflborði

Kínverskir bílaframleiðendur ætla að láta reyna á hversu langt Vesturlönd eru tilbúin að ganga í verndarstefnu sinni. Heimamarkaðurinn í Kína dugar ekki lengur og því þurfa framleiðendur þar ekki síst að auka hlut sinn sölu dýrari tegunda rafbíla í Bandaríkjunum og Evrópu.

Rafknúna glæsikerran HiPhi Z frá Sjanghæ MYND: Eyosias G / Unsplash

Bílaframleiðendurnir kínversku hafa náð góðu forskoti á vestræna stórframleiðendur eins og Tesla og Volkswagen á heimamarkaði sínum. Ástæðan er ekki síst sterk aðfangakeðja. Kínverjarnir eru sjálfir ráðandi í framleiðslu á flestu því sem þarf til að smíða, útbúa og setja saman rafbíl. Þeir hafa getað annað eftirspurn óslitið á meðan framleiðendur víða annars staðar hafa lent í vandræðum.

Nú þegar hægt hefur á bílasölu í alþýðulýðveldinu er framleiðendum þar nauðugur einn kostur að sækja af meiri þrótti út á við. Það gæti hinsvegar dregið úr sóknarmættinum að á Vesturlöndum er vaxandi tortryggni og andúð í garð kínverskra stjórnvalda. Bandaríkjastjórn reynir hinsvegar þessa dagana að draga úr spennunni og var Kínaferð utanríkisráðherrans Anthony Blinken til merkis um þá viðleitni. 

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.