Rafhleðslukerfi Tesla verður staðalbúnaður í Bandaríkjunum

Stöðugt fleiri bílaframleiðendur í Bandaríkjunum ákveða að notast við rafhleðslukerfi Tesla. Nú hefur SAE International, tækniráð bandaríska bílaiðnaðarins, ákveðið að gera kerfi Tesla að staðalbúnaði við rafhleðslu bíla í framtíðinni.

MYND: Stephen Mease/Unsplash

Ákvarðanir SAE International eru ráðandi um staðla og viðmið sem bílaframleiðendur vestra þurfa að laga sig að. Áhrifamiklir iðnjöfrar voru meðal stofnenda samtakanna 1905 og hafa þau æ síðan markað vegferð bílaiðnaðarins í Bandaríkjunum. Meðal áhrifamanna á fyrstu starfsárum voru Thomas Edison og Henry Ford. Nú hafa samtökin lagt línuna um það hvaða hleðslukerfi rafbílavæðing landsins eigi að styðjast við.

Tesla hefur sjálft sett markið hátt og nefndi Elon Musk fullur sjálfstrausts hleðslukerfi sitt Norður-Ameríska hleðslustaðallinn - North American Charging Standard, eða NACS. Það kerfi hefur orðið ofan á. 

Það getur borgað sig að hugsa stórt.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.