Svona skiptust farþegarnir á milli Icelandair og Play í flugi til og frá Bandaríkjunum

Um 214 þúsund farþegar flugu milli Íslands og Bandaríkjanna fyrstu þrjá mánuði ársins.

Það voru rétt um 12 þúsund farþegar sem nýttu sér ferðir Play til og frá Stewart flugvelli fyrir norðan New York. Umsvif Icelandair í stórborginni voru mun meiri. MYND: PORT OF NYC

Þrátt fyrir að ferðaþjónusta og flugrekstur séu mjög stór hluti af umsvifunum í íslenska hagkerfinu þá er upplýsingagjöfin hér á landi um ferðir fólks til landsins takmarkaðri en þekkist víðast hvar annars staðar. Túristi gerði árangurslausa tilraun á sínum tíma til að kæra þessa leynd en úrskurðarnefnd upplýsingamála tók þá undir rök Isavia um að gögnin væru viðkæmt viðskiptaleyndarmál flugfélaganna.

Stjórnendur Icelandair og Wow Air lögðust líka gegn því að gögnin yrðu birt.

Í Bandaríkjunum má hins vegar sjá hvernig íslensku flugfélögin standa sig en líkt og Túristi fór yfir í fyrradag þá voru tómu sætin flest í ferðum Icelandair til og frá Boston en sú borg var eini áfangastaðurinn vestanhafs þar sem félagið var í beinni samkeppni við Play.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.