Vaxandi hluti fer í matvörukaup

Kortavelta í verslunum landsins jókst um nærri tíund fyrstu fimm mánuði ársins. Viðbótin skýrist að mestu leyti af meiri umsvifum í matvöruverslunum.

47 af hverjum 100 krónum sem íslenskir korthafar eyddu í verslunum landsins í maí fóru til stórmarkaða. Þetta er mun hærra hlutfall en í sama mánuði árin á undan. MYND: KRÓNAN

Aukinn hluti af innlendri greiðslukortanotkun, í verslunum landsins, á sér nú stað í stórmörkuðum og dagvörubúðum. Fyrstu fimm mánuði ársins voru íslensk greiðslukort nýtt til að greiða fyrir vörur upp á 220 milljarða króna í íslenskum verslunum og fengu stórmarkaðir og dagvöruverslanir 106 milljarða af þessari upphæð.

Það jafngildir 48 prósent af heildinni sem er hærra hlutfall en á sama tímabili árin á undan þegar það hefur verið á bilinu 43 til 45 prósent, samkvæmt því sem hægt er að reikna út frá gögnum Rannsóknarseturs verslunarinnar.

Síðustu tvo mánuði hefur hlutdeild matvörubúða í kortaveltunni aukist töluvert frá fyrsta fjórðungi ársins eins og sjá má hér fyrir neðan.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.