Samfélagsmiðlar

Velgegni Play snýst ekki um að Icelandair gangi illa

Farþegar sem millilenda hér á landi á leið sinni yfir Atlantshafið eru Icelandair og Play mikilvægir. Stjórnendur félaganna horfa þó í meira mæli til fólks á leið í Íslandsferð og hjá Icelandair vegur sá hópur mun þyngra í dag. Forstjóri Play segir skiptinguna í sumar verða aðra.

„Við viljum ferðamenn til landsins. Innviðirnir verða bara að styrkjast,” segir Birgir Jónsson, forstjóri Play.

Farþegum Play fjölgaði um 26 þúsund milli apríl og maí en öll aukningin skrifast á fleiri tengifarþega. Fjöldi Íslendinga um borð stóð í stað og sama gildir um erlent ferðafólk.

Birgir Jónsson, forstjóri Play, hefur áður gefið út að félagið ætli að fá fleiri ferðamenn um borð og að sá hópur verði meðal annars sóttur til Icelandair. Hjá því félagi fjölgaði túristunum hins vegar hlutfallslega meira milli mánaða en tengifarþegum og Íslendingum.

Spurður um þessa þróun þá bendir Birgir á að þetta séu eingöngu tölurnar fyrir maí og hinn eiginlegi ferðamannastraumur sé ekki hafinn. Birgir bætir því við að eftirspurnin hjá ferðafólki á leið til Íslands sé mikil hjá Play og ekki síst skrifist hún á ferðaskrifstofur.

Skiptingin á milli farþegahópa verður því önnur í sumar að mati Birgis en í maí var vægi tengifarþega hjá flugfélaginu 48 prósent. Forstjórinn bendir einnig á að Íslendingar ætli að fjölmenna í sólina í sumar og Play hafi náð góðri stöðu á heimamarkaðnum.

Hærri tekjur af hverjum farþega

Afkoma Play á síðustu sumarvertíð Play var verri en gert var ráð fyrir og skrifuðu stjórnendur félagsins þetta meðal annars á of marga tengifarþega. Það vantaði einfaldlega fleiri ferðamenn um borð sem gáfu meira af sér en hópurinn sem aðeins millilenti á Keflavíkurflugvelli.

En eru tengifarþegarnir verðmætari í dag en þeir voru síðasta sumar?

„Við erum að upplifa mjög mikla eftirspurn frá Bandaríkjunum og meðalverðið er mun hærra en í fyrra. Þá vorum við að setja allt bandaríska kerfið í gang og vorum alveg ný á þeim markaði. Þetta ásamt því að hliðartekjurnar okkar eru að vaxa þýðir að við erum bara mjög sátt við að ná þessum fjölda tengifarþega. Hátt meðalverð og fleiri leiðir til að afla hliðartekna eru alveg fín blanda,” svarar Birgir. 

Vilja bæði gera út á túristana

Líkt og Túristi hefur áður farið yfir þá hefur hlutfall tengifarþega hjá Icelandair lækkað og er í dag töluvert frá því sem áður var. Á þeim árum sem rekstur félagsins gekk best var vægi þessa farþegahóps 53 til 58 prósent á sumrin. Núna er áherslan meiri á ferðamenn á leið til landsins hjá bæði Icelandair og Play.

Geta félögin tvö gert þetta mikið út á Ísland án þess að valda verulegum þrýstingi á ferðaþjónustuna, samfélagið og innviði? 

„Við sjáum mikla og sterka stöðu hjá okkur, mun sterkari en í fyrra. Vonandi sér Icelandair það bara líka. Við viljum ferðamenn til landsins. Innviðirnir verða bara að styrkjast,” segir Birgir.

Hann bætir því við að Play hafi alltaf stefnt á að ná stórum hluta af farþegum keppinautarins og ekki bara gera út á að stækka markaðinn. Birgir segir vísbendingar um að þetta hafi tekist, til að mynda á heimamarkaðnum. Tölurnar sýni að 35 þúsund íslenskir farþegar hafi ferðast með Play í maí en 56 þúsund hjá Icelandair. 

„Við ætlum augljóslega að vinna eins stóran hluta af þessum markaði og við getum og teljum okkur vera byrjuð að gera það. Það ert samt best fyrir Ísland og samfélagið hér að það séu allavega tvö sterk flugfélög í rekstri, ég hef aldrei haldið að það sé ekki pláss fyrir bæði Play og Icelandair eða að velgengni okkar snúist um að Icelandair gangi illa. Síminn gengur vel og Vodafone og Nova líka þannig að samkeppni er góð.”

Nýtt efni

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …