Sky Lagoon, Bakland að Lágafelli, Loft Hostel og Dalur Hostel undir merkjum HI Iceland- Farfuglar, eru fyrstu fyrirtækin til að hljóta merki verkefnisins „Gott aðgengi" í ferðaþjónustu á vegum Ferðamálastofu.
Bakland að Lágafelli: Sæunn Þóra Þórarinsdóttir, Halldór Áki Óskarsson, Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir og Þorkell Steindal
Verkefnið er unnið í samstarfi við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Sjálfsbjörg og ÖBÍ. Með þessu fræðslu- og hvatningarverkefni er verið að brugðist við ítrekuðum kröfum um að aðgengi fatlaðra verði bætt á ferðamannastöðum.
Fulltrúar HI Iceland-Farfuglar: Stefan Jovic, Oddvar Haukur Árnason, Sigríður Ólafsdóttir pg Irene Pruna Soler
Markmiðið með verkefninu er að bjóða ferðaþjónustuaðilum verkfæri og leiðbeiningar til að bæta aðgengismál með markvissum hætti.
Fyrirtæki, sem nú hafa fengið merki verkefnisins, hafa öll hugað vel að þáttum er varða aðgengi fyrir fatlaða og gert nauðsynlegar ráðstafanir til að uppfylla viðmið „Góðs aðgengis,“ eins og t.d. aðkomu utanhúss og bílastæði, aðbúnað á snyrtingum og herbergjum, fræðslu til starfsfólks o.fl.
Í fréttatilkynningu óskar Ferðamálastofa forsvarsmönnum og starfsfólki Sky Lagoon, Baklands að Lágafelli, Lofts Hostels og Dals Hostels innilega til hamingju með glæsilegan áfanga og hvetur um leið önnur ferðaþjónustufyrirtæki til að kynna sér verkefnið og taka þátt í því.
Sky Lagoon: Hallgerður Ragnarsdóttir og Helga María Albertsdóttir
Fréttir
Búast má við harðnandi samkeppni hótela og Airbnb
Hingað til hafa hótelhringir og leigusíður eins og Airbnb ekki barist að marki um sömu kúnna en búast má við að það breytist á komandi árum vegna vaxandi umsvifa. Stöðugt fjölgar þeim sem vilja sinna fjarvinnu frá nýjum stöðum.
Fréttir
Evrópusambandið hagnast á afsláttarstefnu Breta í losunarmálum
Með því að slá af kröfum um eigin losun eru Bretar að færa Evrópusambandinu auknar tekjur af losunargjöldum næsta áratuginn - í stað þess að láta þær renna í ríkissjóð Bretlands.
Fréttir
Íhuga að rukka notendur Instagram og Facebook
Stjórnendur samfélagsmiðlasamsteypunnar Meta, sem á Facebook, Instagram og WhatsApp, leggja nú mat á kosti og galla þess að rukka notendur Facebook og Instagram mánaðargjald. Upphæðin yrði 14 bandaríkjadollarar eða um 2.000 krónur. Ef af verður þá verður gjaldið lagt á innan nokkurra mánaða samkvæmt frétt Wall Street Journal. Gjaldið er þó valfrjálst því það munu … Lesa meira
Fréttir
Óseldu sætin fá hjá þeim stærstu
Það voru nærri 16 milljónir farþega sem nýttu sér áætlunarferðir Ryanair í síðasta mánuði og að jafnaði voru 94 af hverjum 100 sætum seld. Ryanair er stærsta flugfélag Evrópu í farþegum en ennþá flýgur félagið ekki hingað til lands. Það gerir hins vegar Wizz Air sem er næststærsta lágfargjaldaflugfélag Evrópu. Í nýliðnum september flaug það … Lesa meira
Fréttir
Stöðva tímabundið framleiðslu á minni rafbílum
Þó sala á rafbílum aukist jafnt og þétt þá ætlar þýski bílarisinn Volkswagen að gera stutt hlé á framleiðslu á tveimur tegundum rafbíla. Hörð samkeppni við kínverska bílaframleiðendur kemur nefnilega illa við Volkswagen samkvæmt frétt Bloomberg. Eftirspurn eftir Volkswagen ID3 og Cupra Born hefur minnkað og sérstaklega í heimalandinu bílaframleiðandans, Þýskalandi. Af þeim sökum verður … Lesa meira
Fréttir
Troðningur – eða bara tuð?
Það er komið haust og enn eru erlendir ferðamenn mjög áberandi í miðborg Reykjavíkur. Eru þeir of margir miðað við íbúafjölda? Er Reykjavík ein ofsetnasta ferðamannaborg Evrópu, eins og haldið hefur verið fram?
Fréttir
Þær 15 borgir sem oftast var flogið til
Það var flogið reglulega frá Keflavíkurflugvelli til nærri 80 flugvalla í nýliðnum september og oftast tóku þoturnar stefnuna á flugvellina við höfuðborg Bretlands. Ferðirnar þangað voru að meðaltali nærri 6 á dag en umferðin héðan til Kaupmannahafnar var litlu minni. Þar í borg lenda allar þoturnar á sama stað á meðan Íslandsflugið frá London dreifist … Lesa meira
Fréttir
Hlutdeild Play meiri en nokkru sinni áður
Vægi Icelandair og erlendu flugfélaganna á Keflavíkurflugvelli dregst saman á kostnað Play. Í flugferðum talið er Play í dag álíka umsvifamikið og Wow Air var á sama tíma árið 2016.