Viðurkenningar fyrir gott aðgengi fatlaðra

Sky Lagoon, Bakland að Lágafelli, Loft Hostel og Dalur Hostel undir merkjum HI Iceland- Farfuglar, eru fyrstu fyrirtækin til að hljóta merki verkefnisins „Gott aðgengi" í ferðaþjónustu á vegum Ferðamálastofu.

Bakland að Lágafelli: Sæunn Þóra Þórarinsdóttir, Halldór Áki Óskarsson, Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir og Þorkell Steindal

Verkefnið er unnið í samstarfi við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Sjálfsbjörg og ÖBÍ. Með þessu fræðslu- og hvatningarverkefni er verið að brugðist við ítrekuðum kröfum um að aðgengi fatlaðra verði bætt á ferðamannastöðum.

Fulltrúar HI Iceland-Farfuglar: Stefan Jovic, Oddvar Haukur Árnason, Sigríður Ólafsdóttir pg Irene Pruna Soler 

Markmiðið með verkefninu er að bjóða ferðaþjónustuaðilum verkfæri og leiðbeiningar til að bæta aðgengismál með markvissum hætti.

Fyrirtæki, sem nú hafa fengið merki verkefnisins, hafa öll hugað vel að þáttum er varða aðgengi fyrir fatlaða og gert nauðsynlegar ráðstafanir til að uppfylla viðmið „Góðs aðgengis,“ eins og t.d. aðkomu utanhúss og bílastæði, aðbúnað á snyrtingum og herbergjum, fræðslu til starfsfólks o.fl. 

Í fréttatilkynningu óskar Ferðamálastofa forsvarsmönnum og starfsfólki Sky Lagoon, Baklands að Lágafelli, Lofts Hostels og Dals Hostels  innilega til hamingju með glæsilegan áfanga og hvetur um leið önnur ferðaþjónustufyrirtæki til að kynna sér verkefnið og taka þátt í því.  

Sky Lagoon: Hallgerður Ragnarsdóttir og Helga María Albertsdóttir