„Viljum að sérstaða Vestfjarða skíni í gegn“

Ísafjörður er meðal fjölsóttustu ferðamannastaða landsins eftir að komur skemmtiferðaskipa urðu tíðar. Vestfirðir eru þó enn utan meginstraums erlendra ferðamanna. Tækifærin blasa hinsvegar við fyrir vestan. Meðal þeirra sem fjalla um ferðamál í sínu starfi er Sölvi Guðmundsson, forstöðumaður Markaðsstofu Vestfjarða.

Sölvi Guðmundsson, forstöðumaður Markaðsstofu Vestfjarða. MYND: ÓJ

„Ég hóf störf hjá Vestfjarðastofu, sem sér um rekstur Markaðsstofu Vestfjarða, í mars 2022, og tók við stöðu forstöðumanns Markaðsstofunnar í nóvember síðastliðnum. Ég hef starfað í ferðaþjónustu nánast alla mína starfsævi, byrjaði 2007 sem flúðaleiðsögumaður fyrir sunnan. Síðan þá hef ég sinnt ýmsum ólíkum verkefnum í ferðaþjónustu í einkageiranum, verið ævintýraleiðsögumaður, komið að öryggismálum, rekstri og skipulagningu ferða. Þegar Covid-19 brast á tókum við fjölskyldan þá ákvörðun að flytja vestur á firði. Hér er ég niður kominn og líkar mjög vel.“

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.