10 bestu og verstu flugvellir Evrópu

Farþegar í Helsinki komast oftar af stað á réttum tíma en farþegar á öðrum evrópskum flugvöllum. Mynd: Finavia

Á Keflavíkurflugvelli fer meira en þriðja hver þota of seint í loftið en staðan er verri víða annars staðar í Evrópu. Verkföll flugvallarstarfsmanna og flugumferðastjóra hafa til að mynda sett strik í reikninginn og hvergi er ástandið verra en á Gatwick flugvelli í London. Ríflega annarri hverri ferð þaðan er aflýst eða seinkað samkvæmt samantekt Airhelp sem viðskiptavefurinn Bloomberg greinir frá.

Á eftir Gatwick á tossalistnaum kemur Humberto Delgado flugvöllurinn í Lissabon og svo Kastrup í Kaupmannahöfn. Það er hins vegar áætlun Vantaa flugvallar í Helsinki sem oftast heldur eins og sjá má.

Verstu flugvellirnir:

 1. Gatwick í London, 46% ferða á áætlun
 2. Humberto Delgado í Lissabon, 49% á áætlun
 3. Kaupmannahafnarflugvöllur, 49% á áætlun
 4. Charles de Gaulle í París, 49% á áætlun
 5. Antalya flugvöllur, 53% á áætlun
 6. Sabiha Gokcen í Istanbúl, 53% á áætlun
 7. Fiumicino Leonardo da Vinci, 56% á áætlun
 8. Manchester flugvöllur, 56% á áætlun
 9. Malpensa í Mílanó, 56% á áætlun
 10. Flugvöllurin í Frankfurt, 57% á áætlun

Bestu flugvellirnir:

 1. Vantaa í Helsinki, 82% á áætlun
 2. Flugvöllurinn í Dusseldorf, 78% á áætlun
 3. Gardermoen í Ósló, 77% á áætlun
 4. Chopin í Varsjá, 77% á áætlun
 5. Vínarflugvöllur, 77% á áætlun
 6. Barajas í Madríd, 72% á áætlun
 7. El Prat í Barcelona, 72% á áætlun
 8. Arlanda í Stokkhólmi, 69% á áætlun
 9. Havalimani í Istanbúl, 68% á áætlun
 10. Berlín Brandenburg, 66% á áætlun