Ferðagleði landans hefur verið umtöluðu síðustu misseri og birting tásumynda verið eins konar þjóðarsport. Nú er þróunin hins vegar að snúast við því júní flugu 16 prósent færri Íslendingar út í heim en raunin var í maí. Júní var þriðji mánuðurinn í röð þar sem utanferðum Íslendinga fækkar í samanburði við síðasta ár eins sjá má hér fyrir neðan.
Í heildina innrituðu 55 þúsund Íslendingar sig í flug á Keflavíkurflugvelli í síðasta mánuði og hafa þeir ekki verið þetta fáir í júní frá því árið 2015. Í þeim samanburði eru Covid-árin 2020 og 2021 tekin út fyrir sviga.