Ekki ólíklegt að mikið framboð hafi neikvæð áhrif á afkomu íslensku flugfélaganna

Stjórnendur Play gera ráð fyrir tapi í ár en hjá Icelandair er reiknað með hagnaði. Þó hlutfallslega lægri hagnaði en félagið hefur sett sér markmið um til lengri tíma. Forstjóri Icelandair segir umferð um Keflavíkurflugvöll hafa aukist töluvert meira en raunin er víða annars staðar.

„Við gerum ráð fyrir að yfirstandandi fjórðungur verði mjög góður. Bókunarstaðan er góð og eftirspurnin sterk en líkt og við og fleiri flugfélög hafa farið yfir í uppgjörskynningum þá eru vísbendingar um að umhverfið sé að verða meira krefjandi á tekjuhliðinni," segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. MYND: ICELANDAIR

Þessa dagana birtir hvert flugfélagið á eftir öðru uppgjör sem sýna mettekjur og methagnað á síðasta ársfjórðungi, apríl til júní. Nýjustu dæmin um þessa þróun eru evrópsku flugfélagasamsteypurnar IAG og Air France-KLM sem báðar skiluðu betri afkomu en áður á þessum tíma árs. Stjórnendur félaganna tveggja gera jafnframt ráð fyrir að hagnaður ársins verði hlutfallslega hærri en markmið félaganna segja til um. 

Hér heima eru staðan önnur upp að vissu marki.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.