Reykmökkur frá skemmtiferðaskiptinu MS Zuiderdam setti svip sinn á Akureyri og nágrenni á fimmtudaginn í síðustu viku en samkvæmt útgerð skipsins var um að ræða skaðlausa vatnsgufu.
Fulltrúar Umhverfisstofnunar fóru um borð í MS Zuiderdam þegar það kom til hafnar í Reykjavík í byrjun vikunnar og samkvæmt svörum við fyrirspurn Túrista þá var voru engar athugasemdir gerðar við hreinsibúnað skipsins.
Það megi þó ljóst vera að eitthvað hafi farið úrskeiðis á Akureyri og ekki eingöngu vatnsgufa komið frá skipinu. Litur reyksins og lyktin sem fylgdi hafi verið til marks um það. Skipstjóri skemmtiferðaskipsins gaf fulltrúum Umhverfisstofunar þau svör að um tímabundna bilun hafi verið um að ræða.
„Skipið fer alfarið eftir gildandi reglugerðum hvað hreinsibúnað varðar og notkun þess, og fer einnig eftir kröfum um brennisteinsinnihald eldsneytis sem það má bera,“ segir í svarinu og því bætt við að ómögulegt sé að koma alfarið í veg fyrir útblástur skipa.
„Skip á pari við stærð Zuiderdam ber rúmlega 2000 farþega, sem er álíka og að 10 prósent alls Akureyrabæjar væri um borð í skipinu og það þarf mikla orku til að viðhalda slíku.“
Hjá Umhverfisstofnun fylgjast tveir starfsmenn með útblæstri frá skipum og hafa þeir einnig fleiri verkefni á sinni könnu. Fulltrúi stofnunarinnar segir því mikilvægt að skipafélög séu upplýst um hvaða reglur gilda hér á landi, bæði af umboðsmönnum útgerða og öðrum sem standa að komum skemmtiferðaskipa.