Á dagskrá Keflavíkurflugvallar í dag eru rúmlega 200 komur og brottfarir og hefur eldgosið, sem hófst í gær við Litla-Hrúta, engin áhrif á umferðina „að svo stöddu“ eins og segir á heimasíðu flugvallarins. Þar er farþegum bent á að helstu upplýsingar um gosið má nálgast á vef Almannavarna og Veðurstofu Íslands.
Nú er háannatími í íslenskri ferðaþjónustu og má gera ráð fyrir að ríflega hálf milljón erlendra ferðamanna eigi bókað flug frá Íslandi næstu 8 vikur og í það minnsta 100 þúsund Íslendingar.
Hér má sjá myndband Almannavarna sem tekið var gærkvöldi úr þyrlu Landhelgisgæslunnar.