„Fólk elskar staðinn“

Það eru tímamót framundan á Hótel Búðum. Herbergjafjöldinn tvöfaldast með nýrri viðbyggingu og breyting hefur orðið á eignarhaldi. Túristi fór í sunnudagsbíltúr og renndi heim að þessu virðulega sveitahóteli og hitti Weroniku Ondycz, sem hefur verið þarna viðloðandi frá 2012 þegar hún var 16 ára. Nú er hún aðstoðarhótelstjóri.

Weronica Ondycs, aðstoðarhótelstjóri á Hótel Búðum MYND: ÓJ

Þvílík umgjörð: Náttúran fjölbreytt og fögur, seiðandi Snæfellsjökull blasir við frá hlaðinu fyrir framan hótelið, svartmáluð kirkjan stendur upp úr gróskumiklum gróðrinum og fyrir neðan bleikar fjörurnar. 

Komið heim að Hótel Búðum - MYND: ÓJ

Weronika Ondycz  tekur brosandi á móti Túrista á Hótel Búðum þennan bjarta og fagra sunnudag. Hún þekkir þarna hvern kima, byrjaði fyrst að vinna 16 ára gömul á hótelinu árið 2012, dreif sig síðan í háskólanám í ferðamálafræðum og er nú aðstoðarhótelstjóri. Weronika er úr Ólafsvík og kann vel við sig á Búðum. Er annað hægt?

Við byrjum að ræða hvernig hafi gengið í sumar.

„Það hefur verið nóg að gera, fullt af góðum gestum. Það er alltaf vel bókað hjá okkur yfir sumarið. Hingað til okkar koma hópar reglulega, eins og t.d. frá bandarísku ferðaskrifstofunni Backroads, sem koma tvisvar í viku með litla gönguhópa, 15-18 manns, sem skoða svæðið, gista og borða hjá okkur."

Weronika í móttökusalnum - MYND: ÓJ

Á Hótel Búðum eru 25 herbergi í notkun en verið er að byggja við og þá ættu herbergin að verða 52. Weronika segir að vonandi verði viðbyggingin tekin í notkun í vetur.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.