Síðastliðið ár hefur flugfélagið SAS notið gjaldþrotaverndar bandarískra dómstóla til að endurskipuleggja reksturinn. Þetta svokallaða Chapter-11 ferli krefst þess að SAS geri upp hvern einasta mánuð og þessi uppgjör hafa sýnt fram á mikið tap síðustu misseri.
Nú í júní skilaði SAS þó hagnaði upp á 161 milljón sænskra króna eða 2 milljarða íslenskra króna.
Þrátt fyrir þennan viðsnúning þá er tapið á fyrri helmingi ársins gríðarlegt eða um 50 milljarðar íslenskra króna fyrir skatt.
Í farþegum talið þá er SAS stærsta flugfélag Norðurlanda og fljúga þotur þess daglega hingað til lands frá Ósló og Kaupmannahöfn.