Næstu mánuðir verða líka að vera metmánuðir

Það voru 161 þúsund farþegar sem flugu með Play í júní. MYND: ÓJ

Nú eru 10 þotur í flota Play, fjórum fleiri en síðasta sumar. Framboðið hefur því aukist verulega en farþegahópurinn stækkar hlutfallslega meira. Óseldu sætunum fækkar því í þotum félagsins en í nýliðnum júní var sætanýtingin 87 prósent. Það er bæting um 7 prósentustig frá júní í fyrra.

Samtals nýttu 161 þúsund farþegar sér ferðir Play í síðasta mánuði og hafa þeir aldrei áður verið jafn margir í einum mánuði. Viðbótin frá því í maí nemur fjórðungi.

„Okkar mikilvægustu mánuðir yfir sumartímann eru fram undan og þar eru horfurnar mjög bjartar; eftirspurnin er mjög sterk og tekjur og arðsemi aukast,” segir Birgir Jónsson, forstjóri Play, í tilkynningu.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.