Ný þyrla tilbúin í útsýnisflug

Nýja þyrla að fara a loft og önnur að sömu tegund bíður. MYND: NORÐURFLUG

Loftrýmið í kringum eldstöðvarnar við Litla-Hrút eru lokað en þegar það opnar á ný má búast við miklum áhuga á útsýnisflugi yfir svæðið. Það sýnir reynslan frá fyrri eldgosum því þá komust færri að en vildu hjá Norðurflugi, stærsta þyrlufyrirtæki landsins.

Nú hafa afköstin þar á bæ aukist því Norðurflug tók fyrr í sumar við nýrri þyrlu með stóra glugga sem tekur sex farþega og þar af tvo á fremstu röð. Það mun vera óvenjulegt fyrir þyrlur í þessum stærðarflokki að sögn Birgis Ómars Haraldssonar hjá Norðurflugi sem rekur í dag fjórar þyrlur sem nýttar eru í útsýnisflug.

Birgir segir að nú þegar séu bókanir á útsýnisflugi að eldstöðvunum farnar að berast en sem fyrr segir er loftrýmið lokað eins og er.