Ógnir hitans

Skelfilegar afleiðingar loftslagsbreytinga blasa við á Grikklandi þessa dagana, þar sem miklir hitar spilla ræktun á ólífum og berjum til víngerðar - og flæma burt ferðafóllkið. Evrópusambandið lofar stuðningi við hetjulega baráttu Grikkja við gróðurelda sem loga víða um landið.

Af forsíðu vefs gríska dagblaðsins Kathimerini

Síðustu daga hafa grískir slökkviliðsmenn og félagar þeirra víða að úr Evrópu barist við yfir 80 gróðurelda víðsvegar um Grikkland. Verst er ástandið á Ródos, þar sem eldar hafa logað dag eftir dag og hafa um 20 þúsund manns þurft að forða sér bæði á landi og sjó að heiman eða frá gististöðum. Þröng hefur verið á þingi á flugstöðinni, þar sem fólk hefur beðið eftir að komast heim á leið.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.