Ólympíumet í leiguokri

Búist er við að leiguverð íbúða í París hækki um 85 prósent á meðan á Ólympíuleikunum stendur. Nú er ár þar til þeir verða settir. Gert er ráð fyrir að um 11 milljónir gesta sæki leikana.

Borgarlífið í París mun hverfast um Ólympíuleikana, sem haldnir verða 26. júlí til 9. ágúst 2024. Tölvumynd: Paris 2024

Parísarbúar eru byrjaðir að telja niður daga, klukkustundir, mínútur - tímann fram að setningu Ólympíuleikanna í borginni fögru. Að ári liðnu hefst gamanið - eða hrollvekjan, eins og þetta umstang allt er í huga margra. Á keppnisdögunum nítján verða haldnir 329 viðburðir á 35 stöðum - þar af 20 í sjálfri miðborg Parísar. Aðrar keppnir verða háðar í úthverfum, Versölum og nokkrar hér og þar um landið.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.