Stjórnarmenn kaupa bréf

Svein Harald Øygard er stjórnarformaður Norwegian og fyrrum seðlabankastjóri hér á landi. MYND: KS

Það styttist í að norska flugfélagið Norwegian birti uppgjör fyrir annan ársfjórðung og þegar kauphöllin í Ósló lokaði dag var tilkynnt að fimm af átta stjórnarmönnum félagins hefðu keypt hlutabréf í félaginu fyrir samtals um 12 milljónir íslenskra króna.

Stórtækastur í þessum viðskiptum var stjórnarformaðurinn Svein Harald Øygard sem keypti 50 þúsund hluti fyrir um 6,6 milljónir íslenskra króna. Þar með er eign hans komin upp í nærri 1,9 milljón hluti og er markaðsvirði þeirra 254 milljónir íslenskra króna.

Svein Harald gegndi stöðu seðlabankastjóra Íslands árið 2009 og í viðtali við Túrista fyrr í sumar sagði hann að árið 2023 væri almennt gott ár fyrir flugfélög. Þau sem ekki högnuðust í ár væru í vondum málum.