Ein af hverjum átta þotum sem fór í loftið frá Keflavíkurflugvelli í júní tók stefnuna á annað hvort London eða Kaupmannahöfn en þessar tvær borgir eru þeir áfangastaðir sem oftast er flogið til Íslandi. Það á við jafnt á sumrin sem og veturna.
Þar á eftir koma svo flugvellirnir við New York og Washington DC í Bandaríkjunum en umferðin til þeirrar síðarnefndu hefur aukist umtalsvert. Núna halda nefnilega bæði íslensku flugfélögin úti daglegu flugi til tveggja flugvalla í nágrenni við bandarísku höfuðborgina. Þotur Icelandair og Play fljúga nú í auknum mæli til sömu áfangastaðanna eins og áður hefur verið farið yfir.