Samfélagsmiðlar

Um skemmtiferðaskip og þeirra fylgifiska

„Vona ég að það náist sátt um þennan mikilvæga hluta ferðaþjónustunar sem er litlum höfnum úti á landi dýrmætur. Líklegt er að í náinni framtíð verði ferðalög með skipum ekkert síðri ferðamáti hvað umhverfisþáttinn varðar," segir Rúnar Gunnarsson, yfirhafnarvörður á Seyðisfirði, í aðsendri grein.

Tíðrætt hefur verið undanfarið um komur skemmtiferðaskipa til Íslands og sér í lagi brennisteinsmengun sem þeim fylgir. Sérstaklega vakti athygli mína sá samanburður RÚV að öll losun skemmtiferðaskipa við Ísland væri jafn mikil og eins og hálfsmánaðar losun hjá álverinu í Straumsvík, eða 13% af árslosun. Sem sagt álverið er að losa níu sinnum meira á ári en öll þessi skemmtiferðaskip en það þykir ekkert tiltökumál.

En nóg um það, eins og komið hefur fram í viðtölum við hafnarstjóra bæði Hafnasamlags Norðurlands og Faxaflóahafna, er unnið stöðugt að breytingum og stefnan er sett á landtengingar fyrir skipin. Um er að ræða gríðarlega stórt og kostnaðarsamt verkefni og ljóst er að yfirvöld þurfa að koma að þessu verkefni með aukinni orkuframleiðslu ef gerðar verða kröfur um almenna rafvæðingu. Kostnaður við orkuöflun ætti svo að enda hjá notandanum, í þessu tilfelli skipinu, því þau munu kaupa orkuna. Skipafélögin sjálf eru mjög meðvituð um kröfur samfélagsins og eru nýjustu skipin öll búinn besta mögulega búnaði til hreinsunar á útblæstri. Einnig eru skipafélögin að færa sig í auknum mæli yfir í LNG eða rafdrifin skip.

Nú geri ég mér grein fyrir því að ég er sjálfur ekki alveg hlutlaus í þessu máli enda hafnarstarfsmaður úti á landi. Í minni höfn verða til mörg störf yfir sumartímann og miklar tekjur verða til fyrir hafnarsjóð. Þetta gerir okkur mögulegt að breyta þeirri aðstöðu sem við getum boðið upp á. Seyðisfjarðarhöfn er að vinna að landtengingu minni skipa og ferjunnar Norröna sem kemur hingað vikulega. Þessi framkvæmd yrði ekki að veruleika nema fyrir þær tekjur sem skemmtiferðaskipin skila og ef allt gengur að óskum verður mögulegt að tengja fyrstu skipin við landrafmagn á næsta ári. Líkt og aðrar hafnir verður svo skoðað í framhaldinu hvernig hægt er að tengja stærri skip. Tekjur af skemmtiferðaskipum hafa einnig gert okkur kleift að endurbyggja trébryggjur og nú er verið að leggja lokahönd á Angróbryggjuna okkar, sem líklega verður ein af umhverfisvænstu bryggjum á landinu.

Hér á Seyðisfirði stefnum við líka að því að taka upp EPI eða Environmental Port Index, líkt og gert hefur verið í Faxaflóahöfnum, og eru fleiri hafnir að taka þennan mælikvarða upp líka. EPI gerir okkur kleift að hafa eftirlit með skipunum og þegar lagaheimild fæst verður hægt að „sekta“ þá sem menga mest. Í ljósi þess að Seyðisfjarðarhöfn er sennilega fjórða stærsta höfn landsins þegar kemur að skemmtiferðaskipakomum, er mikið í húfi og því nauðsynlegt að auka eftirlit með skipunum. Umhverfisstofnun var um tíma með loftgæðamæli hér á Seyðisfirði yfir sumartímann þegar skipaumferð var sem mest. Sá mælir var tekinn niður og nýttur annars staðar en það er löngu tímabært að Umhverfisstofnun hefji mælingar að nýju svo hægt verði að fjalla um loftgæði á upplýstan hátt.

Við eyðum að sjálfsögðu ekki mengun stórra skipa með landtengingu, en getum minnkað eða jafnvel með tímanum eytt útblæstri í höfnum landsins. En því má ekki gleyma að þegar sett eru markmið varðandi kolefnislosun einkabílsins og annara farartækja eru tímamörkin vel rúm – jafnvel áratugir. Við verðum að gera slíkt hið sama fyrir skipaiðnaðinn, af hverju er þess krafist að hann breyti sér strax? Með það í huga að skipafélögin eru að aðlaga sig að kröfum samfélaganna um minni mengun verðum við að gefa þeim sama séns og öðrum.


Að lokum vona ég að það náist sátt um þennan mikilvæga hluta ferðaþjónustunar sem er litlum höfnum úti á landi dýrmætur. Ekki gleyma því að við búum á eyju og einu leiðirnar til okkar eru með flugi eða skipi. Líklegt er að í náinni framtíð verði ferðalög með skipum ekkert síðri ferðamáti hvað umhverfisþáttinn varðar. Mér leiðist afskaplega allt þetta tal um að þessir farþegar séu verri en þeir sem koma með flugi og eyði engu. Hér á Seyðisfirði er handverksmarkaður sem hefur stóran hluta af sínum tekjum af þessum farþegum og ferðaþjónustufyrirtæki hér, svo sem rútufyrirtæki og leiðsögumenn, hafa mikinn hag af þessum skipum. Reynum að vinna saman að móttöku þessara ferðamanna og höldum
áfram að sýna þeim að það er gott að heimsækja Ísland.

Höfundur:

Rúnar Gunnarsson,
yfirhafnarvörður á Seyðisfirði

Nýtt efni

Clive Stacey hefur skipulagt ferðir fyrir Breta til Íslands í áratugi en ferðaskrifstofa hans, Discover the World, hefur fleiri áfangastaði á boðstólum. Og kannski sem betur fer, því nú hefur eftirspurn eftir Íslandsreisum dregist saman. „Í fyrsta sinn í 40 ára sögu fyrirtækisins höfum við selt fleiri ferðir til Noregs en til Íslands. Fyrirspurnum um …

Útibú Arion banka á Keflavíkurflugvelli lokaði í janúar og við fjármálaþjónustu í flugstöðinni tók Change Group sem hátti hagkvæmasta tilboðið í þennan rekstur í útboði sem Isavia efndi til í fyrra. Við þessa breytingu lagðist tímabundið niður sala á gjaldeyri á Keflavíkurflugvelli þar sem Change Group hafði ekki fengið tilskilin leyfi til að sinna gjaldeyrisviðskiptum hér …

„Við erum hörkuánægð með þessa leið," segir Tómas Ingason, framkvæmdastjóri tekju-, þjónustu- og markaðssviðs Icelandair, aðspurður áhugaverðar farþegatölur frá í Raleigh-Durham í Norður-Karólínu. Þær sýna að 5.443 farþegar nýttu sér ferðir Icelandair til og frá flugvellinum í mars sl. sem þýðir þoturnar hafi verið þéttsetnar í nánast hverri ferð enda var sætanýtingin 94 prósent að …

Árið 1990 voru 60 prósent allra viðskipta í smásöluverslunum í Danmörku lokið með greiðslu peningaseðla. Búðirnar tóku á þessum árum fúslega við krumpuðum peningaseðlum og gáfu til baka annað hvort með öðrum jafn sjúskuðum peningaseðlum eða nýstraujuðum seðlum beint úr hirslum Seðlabankans.  Í dag, rúmum þrjátíu árum síðar, enda einungis 9 prósent innkaupa með greiðslu peningaseðla. …

Kanadíska flugfélagið Westjet fór jómfrúarferð sína hingað til lands í gær frá Calgary í Alberta-fylki. Ætlunin er að fljúga þessa ferð fjórum sinnum í viku og fram til 13. október. Aldrei áður hefur áætlunarflug milli Íslands og Calgary verið í boði en Icelandair hélt lengi út flugi til Edmonton sem einnig er í Alberta. Westjet …

Stjórnendur Icelandair gera ráð fyrir auknum hagnaði í ár og byggir sú spá meðal annars á því að meðalverð á þotueldsneyti verði 840 dollarar á tonnið út árið. Í dag kostar tonnið um 800 dollara eftir að hafa lækkað meira en tíund sl. mánuð. Á sama tíma í fyrra var verðið um 700 dollarar á …

René Redzepi og félagar sitja ekki auðum höndum þrátt fyrir að veitingastaðnum Noma verði lokað í núverandi mynd í lok ársins. Matarrannsóknarstofan Noma 3.0 er í bígerð, þar sem veitingahúsastimpillinn verður skilinn eftir og upplifun, uppgötvanir og þróun verða í öndvegi. Rannsóknaverkefnið Noma 3.0 - MYND: Heimasíða NomaMarga rak í rogastans þegar fréttist að Noma …

Tekjur ferðaþjónustufyrirtækja námu 110 milljörðum fyrstu tvo mánuði ársins sem er viðbót um tíu milljarða frá sama tímabili í fyrra. Verðbólga mældist nærri sjö prósent á milli ára en hlutfallslega jukust umsvifin í atvinnugreininni í takt við fjölgun erlendra ferðamanna eða um tíund. Hafa ber í huga að viðskipti Íslendinga við ferðaþjónustufyrirtæki eru meðtalin í …