„Upplifunin neikvæð alveg óháð því hversu mikil eða lítil eiturefnin eru í reyknum“

„Við verðum að passa upp á að skaða okkur ekki til framtíðar með því að láta skammtímasjónarmið ráða ferðinni," segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, um fjölda skemmtiferðaskipa í höfnum landsins. Mikil umræða hefur verið um mengun frá skipunum en Bogi Nils bendir þó á að flugsamgöngur mengi líka. Greina þurfi stöðuna og móta heildarstefnu varðandi losunina.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. MYND: ICELANDAIR

„Við verðum að móta skýra stefnu hvað þetta varðar í takt við hvernig við viljum þróa ferðaþjónustu hér á landi til framtíðar, ekki láta hlutina þróast einhvern veginn. Þessi hluti ferðaþjónustunnar verður að vera sjálfbær eins og allt annað í greininni. Við hjá Icelandair höfum lengi sagt að það eigi ekki að horfa á fjöldann sem hingað kemur heldur hvað ferðamaðurinn skilur eftir sig. Við þurfum að einblína á verðmætin sem skapast af komu ferðamanna, það verður að vera meira en hann tekur, annars er greinin ekki sjálfbær. Þessi hugsun verður að vera til staðar hvað varðar skemmtiferðaskipin sem og ferðaþjónustuna í heild," segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, spurður út í aukinn straum skemmtiferðaskipa til landsins.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.